Við stelpurnar eyddum helginni í Orlando - fórum snemma á laugardegi og komum í gærkvöldi. Við fórum í ferð með skólanum svo það voru nokkrir fleiri krakkar frá EF. Við lögðum af stað eldsnemma á laugardagsmorgninum og keyrðum til Orlando með rútu og vorum komin um 10 leytið. Við eyddum öllum laugardeginum í Disneylandi sem var mjög gaman, þar sem ég var þriggja mánaða þegar ég var þarna síðast var mjög gaman að koma þarna aftur og muna þá eftir því. Við fórum í Magic kingdom og skoðuðum okkur um og fórum í nokkur tæki í þessu prinsessulandi. Rútan kom að sækja okkur aftur um kvöldið og við vorum komnar uppá hótel um 11 leytið - það var mjög fínt að fá að sofa í alvöru góðu rúmi eftir að hafa sofið í koju síðustu tvær vikurnar. Á sunnudeginum vöknuðum við kl hálf 8 og fórum þá Universal Studido og við byrjuðum í Island of Adventure. Ég og rússibanar höfum aldrei verið miklir vinir eins gaman og mér finnst í þeim en ég byrjaði samt daginn á því að fara í tvo rússibana sem endaði ekkert svakalega vel þar sem allur dagurinn fór í flökurleika og æl. Ekkert mjög skemmtilegt en ég reyndi nú samt að njóta mín og skoða bæði Island of Adventure og Universal og fór í nokkur tæki sem voru í lagi fyrir magann minn. Dagurinn var góður þrátt fyrir þetta litla vesen en það hefði þó mátt vera aðeins betra veður þar sem okkur var eiginlega bara kalt því sólin lét ekkert sjá sig.
Rútan kom að sækja okkur kl 6 og lögðum við þá af stað aftur til Miami eftir æðislega helgi.
-
Ingibjörg
-
Ingibjörg