Sunday, March 23, 2014

NYC



Fyrr í mánuðinum fór ég til New York yfir 21.árs afmælið mitt. Úff, þessi fallega borg sem  ég ætla sko sannarlega að heimsækja eitthvertímann aftur. Ég var í 5 daga og voru allir dagir fullskipaðir og skemmtilegir, allir dagar byrjuðu eldsnemma svo hægt var að skoða allt það sem við vildum. Það var reyndar mjög kalt á þessum tíma svo ekkert annað kom til greina nema hlý yfirhöfn og húfa - næst þegar ég fer( sem verður 100% einn daginn) langar mig að fara að vori til svo hægt sé að vera aðeins léttklæddari. En þrátt fyrir mikinn kulda var þetta æðisleg ferð og NY ein af uppáhalds borgum sem ég hef komið til.

Ég fékk nokkrar spurningar um pelsin á instagram en ég fékk hann í láni hjá systur minni - bjargaði mér alveg þarna úti og ekki skemmir hvað hann er sjúkur.







Ingibjörg

Friday, March 21, 2014

TVÆR VIKUR


Jæja, ég hef ákveðið að vera með í bloggheiminum. Ég hef lengi hugsað út í það og fannst rétti tíminn vera núna þar sem ég er að fara til Miami og væri gaman að leyfa þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur vinkonunum í þessar 5 vikur sem við verðum í sólinni. Ég og Anna vinkona mín ætlum að fara í enskuskóla þarna úti og munum búa á Miami beach, planið er svo að ferðast aðeins í frítímanum okkar og njóta okkar í þessu ljúfa lífi. Það er mikill spenningur og aðeins tvær vikur í brottför, þetta hefur verið mjög fljótt að líða því við munum báðar eftir því þegar við pöntuðum ferðina og það voru 190 dagar þangað til við færum.
-
Hingað inn mun ég setja það sem mér dettur í hug þann daginn fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa.


- Ingibjörg Sigfúsdóttir