Friday, March 21, 2014

TVÆR VIKUR


Jæja, ég hef ákveðið að vera með í bloggheiminum. Ég hef lengi hugsað út í það og fannst rétti tíminn vera núna þar sem ég er að fara til Miami og væri gaman að leyfa þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur vinkonunum í þessar 5 vikur sem við verðum í sólinni. Ég og Anna vinkona mín ætlum að fara í enskuskóla þarna úti og munum búa á Miami beach, planið er svo að ferðast aðeins í frítímanum okkar og njóta okkar í þessu ljúfa lífi. Það er mikill spenningur og aðeins tvær vikur í brottför, þetta hefur verið mjög fljótt að líða því við munum báðar eftir því þegar við pöntuðum ferðina og það voru 190 dagar þangað til við færum.
-
Hingað inn mun ég setja það sem mér dettur í hug þann daginn fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa.


- Ingibjörg Sigfúsdóttir

No comments:

Post a Comment