Friday, April 11, 2014

Miami beach

Jæja, nú ætla ég loksins að gefa mér smá tíma í að blogga um síðastliðna daga hér í þessu ljúfa lífi. Ég hef núna verið hér í 5 daga og þessir dagar hafa allir verið fullbókaðir og skemmtilegir og þess vegna hef ég bara ekki haft tíma til að koma neinu frá mér.
Við lögðum af stað í ferðalagið okkar á laugardaginn og gistum í NY eina nótt og fórum svo yfir til Miami. Það voru mikil viðbrigði að koma úr kuldanum á Íslandi í þennan hita en ljúft var það og við vinkonurnar nutum þess mjög vel. Fyrsta daginn okkar vorum við bara að koma okkur fyrir og skoða okkur um - við gistum í campus sem er staðsett í skólanum og í einu herbergi er 3-4 nemendur saman. Ég og Anna erum saman í herbergi með 2 stelpum, ein frá Finnlandi og önnur Martinique(frönsk eyja í Karabískahafinu).
Á mánudeginum fórum við í city tour um Miami í 5 klst, það var mjög fínt þó það hafi verið langdregið. Við fórum á marga staði sem við hefðum líklegast ekki heimsótt á meðan við erum hér. Fórum meðal annars downtown Miami, Little Havana og Cocowalk.





Downtown Miami
Á þriðjudeginum byrjaði skólinn og er hann mjög fínn. Það eru aðeins tveir - þrír 80 mínútna tímar á dag fyrir eða eftir hádegi svo það er mjög fínt að geta síðan notið sólina fyrir eða eftir skóla.
Það skemmtilega við skólann er að sjá líka allt ólíka fólkið frá mismunandi löndum, við höfum aðeins talað um menninguna í okkar landi í tíma og var mjög áhugavert að heyra það sem sumir segja um landið sitt sem er svo allt öðruvísi en Íslandið okkar.
Við erum staðsettar á Collins Ave sem er mjög stór gata eftir allri ströndinni. Göngugatan er í aðeins 15 mínútna göngufæri og heitir hún Lincoln Road Mall og eru allar helstu búðirnar þar.

Göngustígur eftir stöndinni
Lincoln Road Mall
Annars hefur rútínan verið frekar svipuð alla daga síðan ég kom hingað og er ég að njóta mín mjög vel hér í sólinni. Við erum ennþá að venjast tímamismuninum svo við er alltaf dauðþreyttar eftir daginn en það fer allt að venjast.
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en ég lofa að ég mun verða duglegri þegar ég er komin í meiri rútínu hér. Annars er ég mjög dugleg á Instagram svo fylgist með þar þangað til ég blogga næst.
-






Ingibjörg



1 comment:

  1. Meira svona .... yndislegt að fá að fylgjast með. Hvað er í pokunum? Obobboob.
    Haldið áfram að njóta.
    L. E

    ReplyDelete