Sunday, August 10, 2014

Í gær

Ég fór í brúðkaup í gær og klæddist nýja fína samfestningnum mínum úr Mango sem ég er svo ótrulega ánægð með - mig hefur lengi langað í flottan samfesting en aldrei fundið þann rétta. Þar sem sólin og góða veðrið lét sjá sig í gær fannst mér þetta einmitt rétti dagurinn í að klæðast hvítum samfesting. 


Glæsilega Sunnan mín og ég.

IS

Tuesday, August 5, 2014

ÞJÓÐHÁTÍÐ


Ég kíkti til Eyja í stutt stopp á sunnudaginn - það var mega gaman þrátt fyrir ekkert alltof spennandi veður. Það var dansað,sungið og dottið niður molduga brekkuna og mánudagurinn fór í að sofa og jafna sig eftir alla þessa snilld. Ég ætlaði að vera dugleg að taka myndir en þar sem síminn minn er bilaður og dó fljótt þá tók ég eiginlega engar myndir en hér eru þær fáu sem voru teknar.







Húfa - 66north
Prjónapeysa - Topshop
Gallaskyrta - vintage
Vesti - dúnvesti frá Cintamani
Hunter stígvel

Takk fyrir mig og sjáumst aftur að ári.

IS