ÉG ER KOMIN HEIM - eins ljúft og lífið var í Miami þá er alltaf gott að koma heim. Hitta fólkið sitt, borða almennilegan mat og rúmið sitt. Ég væri þó alveg til í að sólin myndi láta sjá sig hérna á Íslandinu.
Ég bloggaði mun minna en ég ætlaði að gera úti en tíminn var svo fljótur að líða og ég gaf mér bara ekki tíma í að setjast niður. Ég ætla að segja í stuttu máli frá síðustu dögunum okkar þó þeir hafi mest farið í að njóta.
Við vorum mjög heppnar með veðrið síðustu dagana okkar svo við vorum duglegar í að nota sólina og grilla okkur smá. Karitas, Adda, Inda og Ásdís komu svo til Miami og var ekkert smá gaman að hitta vinkonur sínar sem eru búnar að vera ferðast um heiminn í nokkra mánuði.
KEY WEST: Síðustu helgina í Miami fórum við(Ég, Anna og Þóra) til Key West með nokkrum öðrum stelpum úr EF - við vorum búnar að ákveða að fara þangað á þessum 5 vikum og vorum búnar að skoða margar myndir af þessari paradís. En þegar við komum þarna þá föttuðum við að við vorum búnar að gera okkur aðeins of miklar vonir, þetta var mun meiri sveit en við hefðum ímyndað okkur. Við ákváðum samt að fara á ströndina og héldum að við gætum labbað þangað en ákváðum eftir klst labb(búnar að mæta nokkrum hænum og hönum) að taka taxa því við vorum búnar að labba í hringi og vorum alveg viltar - en við komumst loksins á ströndina sem var fín en mér fannst ströndin okkar á Miami Beach flottari. Þrátt fyrir smá vonbrigði var mjög gaman að koma þarna og áttum við góðan dag.
Síðasta vikan okkar fór svo í að njóta og slaka á í ljúfa lífinu ásamt því að klára skólann auðvitað. Skólinn var mjög fínn og mjög skemmtileg upplifun að prufa eitthvað alveg nýtt. Föstudagskvöldið var síðasta kvöldið og við fórum í síðasta skiptið(í bili) á Lincoln Road og enduðum á því að fá okkur tattoo - það var samt löngu ákveðið svo við pössuðum okkur á því að vanda valið. Við hittum svo stelpurnar og kvöddum þær því þær eiga eftir nokkra daga í USA.
Þetta eru bókað 5 vikur sem ég mun aldrei gleyma.
Club Fifty - útsýni yfir Miami City frá 50.hæð
Við vinkonur á Club Fifty
Sameinaðar loksins!
Fórum á Mansion og hittum Miami Heat leikmenn
KEY WEST
Fórum aftur í hjólatúr og hjóluðum um Miami Beach
Eftir nokkra klst bið á JFK komumst við loksins heim
Haldið endilega áfram að fylgjast með mér.
Ingibjörg
Haldið endilega áfram að fylgjast með mér.
Ingibjörg
No comments:
Post a Comment